Um okkur

Kapall var stofnað árið 2011 af Gunnari Thorberg Sigurðssyni og Eddu Sólveigu Gísladóttur sem eru viðskiptafræðingar og hjón. Þrátt fyrir smæð þá búum við yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði markaðssetningar, stefnumótunar, almennri markaðsráðgjöf og kennslu.  

Edda Sólveig Gísladóttir

Edda Sólveig Gísladóttir

Framkvæmdastjóri, eigandi og ráðgjafi

  • MSc International Marketing, University of Strathclyde í Glasgow
  • PMD stjórnendanám, Opni Háskólinn HR
  • BSc rekstrarfræði, Háskólinn á Akureyri

Það er ekki hægt að segja annað en að Edda sé orkustuðboltinn á Kapli,  mætir fersk í vinnu eftir 6:10 tímann í Hreyfingu og kaffibollann með systrunum, keyrir svo upp stemninguna með vel valinni tónlist (lagalisti Kapals) og raðar upp verkefnum dagsins. Edda er skipulagsfrík og hefur gott taumhald á hlutunum enda alin upp á sérlega viljugum hestum sem hún þeysist um á þegar tími gefst. Edda er best í að halda mörgum boltum gangandi þó án þess að joggla en getur alls ekki prjónað (nema á hesti!!). 

Edda tekur á móti fyrirspurnum frá þér á netfanginu edda@kapall.is eða í síma 612-7774

Gunnar Thorberg Sigurðsson

Gunnar Thorberg Sigurðsson

Stofnandi, eigandi og ráðgjafi

  • MSc management and eBusiness, University of Paisley í Skotlandi
  • BSc viðskiptafræði, Háskóli Íslands

Gunnar er dellukallinn í Kapli, hann hefur prófað hinar ýmsu tómstundir sem lagt var af stað í með miklu trukki en misjöfnum árangri. Það leið langur tími þar til fyrsti fiskurinn beit á agnið en eftir það var ekki aftur snúið með veiðina. Gunni er nokkuð efnilegur gítarleikari en áhuginn er víst meiri þar en getan.  Markaðsdellan blómstar hins vegar ávallt og grúskar Gunnar mikið í þeim fræðum. Gunnar er ótrúlega hugmyndaríkur en líður betur með að láta Eddu halda utanum skipulagið.  

Hægt er að hafa samband við Gunnar á netfanginu gunnar@kapall.is eða í síma 612-7773

Myndir af starfseminni

Uppruni vörumerkis Kapals

Merkið

Merkið er hannað af Gísla B. Björnssyni og Önnu Margréti Sigurðardóttur sem léku sér með @ merkið, vel þekkt form veraldarvefsins. Mynstrið er unnið út frá forminu á stafnum „p“ en þegar það er lagt saman myndar það táknið athyglisverður staður. Markmið var að skapa traust, stílhreint merki sem jafnframt væri lífrænt og innihéldi smá húmor. Túrkísblár liturinn hefur ennfremur tilvísun í hugmyndaauðgi, einföldun flókinna hluta, góð samskipti og viðskiptatryggð. Slagorðið „GENGUR UPP“ er bein tilvísun í Kapalinn sem flestir vilja láta ganga upp líkt og markmið Kapals er að gera fyrir viðskiptavini sína.

Markmið merkis

Markmið með hönnun merkisins var að búa til traust, sterkt, stílhreint merki sem jafnframt væri lífrænt og innihéldi smá húmor. Túrkísblár liturinn hefur ennfremur þótt standa fyrir viðskiptatryggð (e.customer loyalty), góð og stöðug samskipti og einföldun á flóknum hlutum (e.clarity of thoughts).

Hugmyndin á bak við slagorðið - Gengur upp

Þegar unnið er að stefnumótun fyrirtækja þá eru spilin lögð á borðið og síðan er metið hvaða spil fyrirtæki hafa á hendi. Það sama á við þegar verið er að leggja hefðbundinn kapall, þá raðar viðkomandi spilunum upp til að fá kapalinn til að ganga upp spilamanninum til ánægju. Slagorð fyrirtækisins „GENGUR UPP“ lá því í loftinu þegar nafnið og markmið fyrirtækins voru komin á hreint. Markmiðið var að fá hlutina fyrir viðskiptavinina til að ganga upp, líkt og í spilinu.

Hvað þýðir Kapall?

  1. Meri, hryssa, hross; það er djúpt á kaplinum þegar folaldið syndir; hleypa hlassinu fram fyrir kapalinn; gerameira en skyldan býður
  2. Tveir baggar, heyhestar; tveir kaplar af heyi
  3. Reipasamstæða, reipi um hestburð af heyi; tveir reipakaplar, fjögur reipi
  4. Raftaug
  5. Sérstök spilaþraut fyrir einn mann; leggja kapal
  • Auglýsingagerð
  • Borðaherferðir
  • Efnismarkaðssetning
  • Efnisvinnsla
  • Heilsutékk vefsíðu
  • Kostaðar leitarniðurstöður
  • Leitarvélabestun
  • Markaðsáætlun
  • Markaðsgreining
  • Markaðssetning
  • Markaðssetning með tölvupósti
  • Markhópa- og þarfagreiningar
  • Myndir og Myndbönd
  • Námsskeið
  • Notendaprófanir
  • Ný vefsíða
  • Samfélagsmiðlar
  • Stefnumótun
  • Textagerð fyrir vefsíður
  • Uppbygging vefsvæða
  • Vefgreiningar
  • Vörumerkjaísjaki