Kapall var stofnað árið 2011 af Gunnari Thorberg Sigurðssyni og Eddu Sólveigu Gísladóttur sem eru viðskiptafræðingar og hjón. Þrátt fyrir smæð þá búum við yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði markaðssetningar, stefnumótunar, almennri markaðsráðgjöf og kennslu.
Merkið er hannað af Gísla B. Björnssyni og Önnu Margréti Sigurðardóttur sem léku sér með @ merkið, vel þekkt form veraldarvefsins. Mynstrið er unnið út frá forminu á stafnum „p“ en þegar það er lagt saman myndar það táknið athyglisverður staður. Markmið var að skapa traust, stílhreint merki sem jafnframt væri lífrænt og innihéldi smá húmor. Túrkísblár liturinn hefur ennfremur tilvísun í hugmyndaauðgi, einföldun flókinna hluta, góð samskipti og viðskiptatryggð. Slagorðið „GENGUR UPP“ er bein tilvísun í Kapalinn sem flestir vilja láta ganga upp líkt og markmið Kapals er að gera fyrir viðskiptavini sína.
Markmið með hönnun merkisins var að búa til traust, sterkt, stílhreint merki sem jafnframt væri lífrænt og innihéldi smá húmor. Túrkísblár liturinn hefur ennfremur þótt standa fyrir viðskiptatryggð (e.customer loyalty), góð og stöðug samskipti og einföldun á flóknum hlutum (e.clarity of thoughts).
Þegar unnið er að stefnumótun fyrirtækja þá eru spilin lögð á borðið og síðan er metið hvaða spil fyrirtæki hafa á hendi. Það sama á við þegar verið er að leggja hefðbundinn kapall, þá raðar viðkomandi spilunum upp til að fá kapalinn til að ganga upp spilamanninum til ánægju. Slagorð fyrirtækisins „GENGUR UPP“ lá því í loftinu þegar nafnið og markmið fyrirtækins voru komin á hreint. Markmiðið var að fá hlutina fyrir viðskiptavinina til að ganga upp, líkt og í spilinu.