Markaðsstjóri til leigu

Markaðsstjóri til leigu

Nýttu þér áralanga reynslu og fjölbreytta þekkingu okkar í markaðsmálum

Kapall markaðaðsráðgjöf hefur veitt rúmlega 200 fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf á sviði stefnumótunar, markaðsráðgjafar, uppbyggingu vörumerkja og þróun vefmála frá stofnun þess. Markaðsstjóri til leigu getur hentað smáum og millistórum fyrirtækjum sem ekki eru með markaðsstjóra í föstu starfi eða fyrirtækjum sem þurfa að styrkja markaðsteymið sitt til lengri eða skemmri tíma.

Hvað gerir markaðsstjóri til leigu 

Sem dæmi um algeng viðfangsefni markaðsstjóra má nefna vörumerkjauppbygging, markhópagreiningar, mótun og innleiðingu markaðsstefnu, aðgerðaáætlun, birtingaplan, vefþróun, samfélagsmiðlaráðgjöf, gerð kynningarefnis í samvinnu við grafískan hönnuð, stjórnun viðburða, gerð markpósta, tillögur að söluhvötum, mælingar á ánægju viðskiptavina og eftirfylgni. 

Hvað græðir fyrirtæki mitt á að fá markaðstjóra til leigu?
Fyrirtæki sem hafa gert fasta leigusamninga við Kapal hafa öll talað um að mun betur gangi:

  • að ná fókus og einfalda hluti sem leiði til tímasparnaðar margra starfsmanna
  • að virkja starfsmenn í að ná sameiginlegum markmiðum
  • að betri upplýsingagjöf og innri markaðssetning leiði til aukinnar starfsánægju
  • að vera sáttur og stoltur af öllu því kynningarefni sem sent er frá fyrirtækinu
  • að láta þá fjárfestingu sem sett var í markaðsmál skila sér í jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Fyrir hverja hentar markaðsstjóri til leigu?
Fyrir fyrirtæki sem:

  • vantar sérþekkingu á ákveðnu sviði eða einfaldlega aukahendur í markaðsteymi sitt.
  • eru ekki með markaðsstjóra í sínu fyrirtæki í fullu starfi en vilja vinna faglega á því sviði.
  • þurfa tímabundna lausn eða afleysingu, en hægt er að gera verktakasamning um fasta viðveru á viku á ákveðinn tíma.

Hvernig virkar markaðsstjóri til leigu?

  • Gerður er að lágmarki 4 mánaða samningur sem getur falist í að vera fimm tímar í útseldri vinnu vikulega yfir í að ráðgjafi Kapals mæti í fyrirtæki með fasta viðveru einn til fjóra daga í viku til lengri tíma.
  • Stjórnendur og starfsmenn geta fengið aðgang að ráðgjafanum en umfang og kostnaður er í samræmi við þarfir og stærð vinnustaðarins.
  • Ráðgjafi vinnur náið með stjórn fyrirtækisins, setur sig inn í sýn, stefnu og markmið og kemur með tillögur að aðgerðum með beina tenging við rekstrarleg markmið.
  • Þó að einn ráðgjafi taki að sér fasta viðveru þá er hjá Kapli reynslumikill hópur ráðgjafa með faglega breidd sem veita stuðning og aðstoð á öllum sviðum markaðsfræði og vefmála.  

Eftirfarandi fyrirtæki hafa m.a. nýtt sér faglega ráðgjöf Kapals  

  • Orka Náttúrunnar – Markaðsstjóri til leigu með viðveru einn dag í viku í 4 mánuði. Tveimur árum síðar var gerður nýr samningur um ráðgjafa til leigu í 12 mánuði.
  • Valitor - Markaðs- og vefráðgjöf.  Tveir ráðgjafar Kapals skiptu á milli sín ákveðnum aðgerðum yfir 7 mánaða tímabil. 
  • Öryggismiðstöðin – Vefstjóri til leigu í átaksverkefni vegna undirbúnings nýs vefs en þetta var 40% starfshlutfall í 7 mánuði. 
  • Iceland Travel – Markaðsstjóri og stefnumótandi aðili til leigu í 40% starfsfhlutfall í sex mánuði með fasta viðveru. 
  • Tripcreator – Ráðgjafi til leigu í 50% starfshlutfall í 4 mánuði með fasta viðveru.
  • Heli Austria Iceland – Markaðsstjóri til leigu 20 tímar í útseldri vinnu pr mánuði í 6 mánuði.

Hafðu samband við edda@kapall.is eða hringdu í síma 612-7774 fyrir frekari upplýsingar. 

  • Auglýsingagerð
  • Borðaherferðir
  • Efnismarkaðssetning
  • Efnisvinnsla
  • Heilsutékk vefsíðu
  • Kostaðar leitarniðurstöður
  • Leitarvélabestun
  • Markaðsáætlun
  • Markaðsgreining
  • Markaðssetning
  • Markaðssetning með tölvupósti
  • Markhópa- og þarfagreiningar
  • Myndir og Myndbönd
  • Námsskeið
  • Notendaprófanir
  • Ný vefsíða
  • Samfélagsmiðlar
  • Stefnumótun
  • Textagerð fyrir vefsíður
  • Uppbygging vefsvæða
  • Vefgreiningar
  • Vörumerkjaísjaki