Vefgreiningar (e. Web Analytics)
Fáðu kennslu í Google Analytics fyrir þig eða stjórnendateymið þitt.
Það getur verið gagnlegt fyrir þig eða starfsmenn fyrirtækis þíns að læra sitt lítið að hverju um vefgreiningar en það er eitt mikilvægasta markaðstæki markaðsstjóra nútímans. Í Google Analytics er hægt að fylgjast með því hvernig fyrirtækið er að standa sig á vefsíðunni og í einstaka herferðum. Hægt er að skoða hver umferðin er inn á vefsíðuna, hverjir eru að skoða hana og eftir hverju eru þeir að leita, auk þess þarf að fylgjast með breytingum og mæla árangurinn. Farið er í það hvernig hægt er að setja upp lykimælikvarða, skýrslur settar upp og tengingar við Google AdWords og önnur vefgreiningartæki. Við viljum ná árangri útfrá markmiðum og hvetjum þig því til að senda okkur fyrirspurn á netfangið edda@kapall.is